Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 00:55
Elvar Geir Magnússon
Saka frá í meira en tvo mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, gekkst undir aðgerð vegna vöðvarifnunar aftan í læri. Saka fór meiddur af velli í 5-1 sigri gegn Crystal Palace þann 21. desember.

Saka er algjör lykilmaður hjá Arsenal og hefur skorað níu mörk og átt þrettán stoðsendingar í 24 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili.

„Aðgerðin gekk vel en því miður eru margar vikur í hann. Hann verður frá í meira en tvo mánuði, ég veit ekki hversu mikið lengur," segir Mikel Arteta, stjóri Arsenal.

Það eru þó góðar fréttir af Raheem Sterling sem verður ekki frá eins lengi og fyrst var talið. Upphaflega var talað um vikur en það ætti ekki að vera langt í hann.

Arsenal vann Ipswich 1-0 í kvöld og er nú sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Næsti leikur Arsenal verður á Nýársdag, gegn Hákoni Rafni Valdimarssyni og félögum í Brentford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 17 13 3 1 40 17 +23 42
2 Arsenal 18 10 6 2 35 16 +19 36
3 Chelsea 18 10 5 3 38 21 +17 35
4 Nott. Forest 18 10 4 4 24 19 +5 34
5 Newcastle 18 8 5 5 30 21 +9 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Fulham 18 7 7 4 26 23 +3 28
9 Aston Villa 18 8 4 6 26 29 -3 28
10 Brighton 18 6 8 4 27 26 +1 26
11 Brentford 18 7 3 8 32 32 0 24
12 Tottenham 18 7 2 9 39 26 +13 23
13 West Ham 18 6 5 7 23 30 -7 23
14 Man Utd 18 6 4 8 21 24 -3 22
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Wolves 18 4 3 11 29 40 -11 15
18 Leicester 18 3 5 10 22 40 -18 14
19 Ipswich Town 18 2 6 10 16 33 -17 12
20 Southampton 18 1 3 14 11 37 -26 6
Athugasemdir
banner
banner