Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 26. desember 2024 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Salah: Vonandi vinnum við úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah hefur verið í fanta formi á þessari leiktíð en hann hefur skorað 16 mörk og lagt upp 11 í 17 leikjum.

Hann skoraði í 3-1 sigri liðsins gegn Leicester í dag.

„Aðalatriðið er að við erum að vinna, vonandi vinnum við úrvalsdeildina. Þetta er mjög sérstakt, vonandi vinnum ivð, það er eitthvað sem mig dreymir um að gera fyrir þetta félag," sagði Salah.

Salah skoraði 100. mark sitt á heimavelli í úrvalsdeildinni í kvöld.

„Það er eitthvað sem ég er mjög stoltur af. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og vonandi get ég gert enn meira," sagði Salah.
Athugasemdir
banner
banner