Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekki farinn að hugsa um titilinn - „Það er svo erfitt að vinna deildina“
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, segist ekki vera farinn að hugsa um Englandsmeistaratitilinn þó liðið sé búið að koma sér í góða stöðu á toppnum.

Liverpool hefur notið sín vel síðan Slot tók við keflinu af Jürgen Klopp í sumar.

Þeir rauðu hafa aðeins tapað einum deildarleik og eru nú með fjögurra stiga forystu og leik til góða í toppsætinu.

Slot segist ekki vera kominn fram úr sér en að markmiðið sé auðvitað að enda tímabilið á titli.

Þetta er í 21. sinn sem Liverpool er á toppnum um jólin en ellefu sinnum hefur liðinu tekist að vinna deildina í þessari stöðu.

„Besta leiðin til að dæma töflunni er eftir nítján leiki. Það er svo erfitt að vinna deildina hvar sem þú ert í heiminum. Það þarf að gera svo marga hlutvi vel og er það ástæðan fyrir því að svo fá lið og fáir leikmenn afreka það.“

„Ég vona að ég geti haldið áfram að vera ánægður með vinnuna sem ég legg í þetta. Við erum með þetta verkefni (að vinna deildina), en ferli er langt og þú þarft að gera margt rétt. Maður verður líka að njóta ferlisins og það er nákvæmlega það sem ég hef gert síðastliðið ár og vonast til að gera næsta árið,“
sagði Slot.

Liverpool tekur á móti Leicester á Anfield á morgun og á þar möguleika á að ná sjö stiga forystu. Útlit er fyrir að Liverpool verði á toppnum þegar nýtt ár gengur í garð.
Athugasemdir
banner
banner
banner