Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Kolo Muani til Arsenal?
Powerade
Jordan Pickford gæti gert nýjan samning við Everton
Jordan Pickford gæti gert nýjan samning við Everton
Mynd: Getty Images
Randal Kolo Muani til Arsenal?
Randal Kolo Muani til Arsenal?
Mynd: EPA
Slúðurpakki dagsins er kominn í hús á þessum fína jóladegi en þeir Jordan Pickford, Randal Kolo Muani og Erik ten Hag koma við sögu.

Everton ætlar að bjóða enska markverðinum Jordan Pickford (30) nýjan samning sem mun halda honum hjá félaginu út ferilinn. (TBR)

Paris Saint-Germain mun líklegast bjóða Arsenal möguleikann á því að kaupa franska landsliðsmanninn Randal Kolo Muani (26). (Standard)

Chelsea, Arsenal og Tottenham hafa öll sent njósnara til að fylgjast með Maxim de Cuyper (24), leikmanni Club Brugge og belgíska landsliðsins. (Caught Offside)

Svissneska félagið FC Zürich hefur haft samband við Arsenal vegna Nathan Butler-Oyedeji (21), framherja liðsins. (Football Insider)

Inigo Calderon (42), þjálfari U18 ára liðs Brighton, er við það að taka við Bristol Rovers. (Sky Sports)

Bayern München er vongott um að geta landað Florian Wirtz (21) frá Bayer Leverkusen í sumar, en hann er einnig í samningaviðræðum við Leverkusen. (Sky í Þýskalandi)

Ruud van Nistelrooy, stjóri Leicester, gæti reynt að nýta sér tengsl sín við Manchester United til að landa leikmanni á láni út tímabilið. (Football Insider)

Manchester United hóf leit að nýjum stjóra í stað Erik ten Hag um leið og Hollendingurinn skrifað undir nýjan samning við félagið í sumar. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner