Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 13:40
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham leikmaður mánaðarins í La Liga
Mynd: EPA
Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, er leikmaður mánaðarins í La Liga á Spáni.

Englendingurinn skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar er Real Madrid vann þrjá af fimm leikjum sínum í desember.

Hann var markahæsti maður Madrídingar á síðustu leiktíð en var fremur hægur í gang á þessu tímabili.

Bellingham skoraði ekki í fyrstu sjö deildarleikjum sínum en tók við sér í lok nóvember og hefur nú skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum.

La Liga hefur nú verðlaunað hann fyrir frammistöðuna í desember og valið hann sem besta leikmann mánaðarins en þetta er í annað sinn sem hann hreppir verðlaunin.

Real Madrid er í öðru sæti La Liga, stigi á eftir Barcelona þegar átján umferðir hafa verið leiknar.


Athugasemdir
banner
banner