Jude Bellingham, leikmaður Real Madrid og enska landsliðsins, er leikmaður mánaðarins í La Liga á Spáni.
Englendingurinn skoraði fjögur mörk og gaf tvær stoðsendingar er Real Madrid vann þrjá af fimm leikjum sínum í desember.
Hann var markahæsti maður Madrídingar á síðustu leiktíð en var fremur hægur í gang á þessu tímabili.
Bellingham skoraði ekki í fyrstu sjö deildarleikjum sínum en tók við sér í lok nóvember og hefur nú skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum.
La Liga hefur nú verðlaunað hann fyrir frammistöðuna í desember og valið hann sem besta leikmann mánaðarins en þetta er í annað sinn sem hann hreppir verðlaunin.
Real Madrid er í öðru sæti La Liga, stigi á eftir Barcelona þegar átján umferðir hafa verið leiknar.
???? A very BELLI Christmas!
— LALIGA English (@LaLigaEN) December 27, 2024
???? @realmadriden star, @BellinghamJude wins #LALIGAEASPORTS ???????????????????????? ???????? ???????????? ???????????????????? for December!@EASPORTSFC | #LALIGAPOTM#PREMIOSLALIGA
Athugasemdir