Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emilía Kiær í RB Leipzig (Staðfest)
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: RB Leipzig
Landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur yfirgefið Nordsjælland og gengið í raðir þýska félagsins RB Leipzig.

Hin 19 ára gamla Emilía skrifar undir samning við Leipzig sem gildir til ársins 2028.

Emilía hefur verið frábær fyrir Nordsjælland og var markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og hjálpaði liði sínu að vinna meistaratitilinn, sem og danska bikarinn.

„Ég er mjög ánægð að verða hluti af þessu félagi," segir Emilía.

Hún þakkar Nordsjælland fyrir tíma sinn hjá félaginu með færslu á samfélagsmiðlum.

„Frá U16 liðinu og upp í aðalliðið. Ég hef upplifað minningar og eignast vini sem verða með mér út ævina," segir Emilía og bætir við að hún hafi upplifað margt með félaginu sem hún sé þakklát fyrir.

Emilía er eins og áður kemur fram aðeins 19 ára en hún hefur verið fastur hluti af íslenska landsliðshópnum undanfarna mánuði og kemur til greina sem fótboltakona ársins hér á landi.

RB Leipzig er sem stendur í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar sem er ein af allra sterkustu deildum í heimi.
Athugasemdir
banner
banner