Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að félagið verði að bæta leikmönnum við hópinn í næsta mánuði en þetta sagði hann rétt fyrir leik liðsins gegn Everton á Etihad.
Spánverjinn hefur talað um mikla manneklu undanfarið en Rodri verður frá stærstan hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla og þá hafa varnarmennirnir verið í erfiðleikum með að halda sér heilum.
Guardiola segir það algert lykilatriði að styrkja hópinn en hann veit þó vel að það gæti reynst erfitt á miðju tímabili.
„Við verðum að bæta við okkur leikmönnum. Alveg klárt mál.“
„Við erum í basli, sérstaklega í vörninni og á miðsvæðinu. Við verðum að bæta við okkur, en ég veit ekki hvað mun gerast. Félagaskiptaglugginn er ekki auðveldur yfir vetrartímann, en allir eru meðvitaðir um stöðuna.“
„Ég meira að segja held að leikmennirnir hafi spurt sjálfa sig: „Getum við vinsamlegast bætt við leikmönnum?“ sagði Guardiola.
Staðan í leik Man City og Everton er 1-1 en Ilimany Ndiaye var rétt í þessu að jafna metin með laglegri afgreiðslu úr teignum.
Athugasemdir