Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Vilja ganga frá viðræðum við Trent í janúar
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er að vonast til þess að ganga frá samningaviðræðum við enska hægri bakvörðinn Trent Alexander-Arnold í næsta mánuði.

Madrídingar mega hefja formlegar viðræður við Trent um áramótin, þegar sex mánuðir eru eftir af samningi hans hjá Liverpool.

Hann er opinn fyrir því að vera áfram hjá Liverpool en til þess þarf Liverpool að bjóða honum veglega launahækkun.

Real Madrid er með í baráttunni og segir Madrídarmiðillinn Defensa Central að félagið vilji ganga frá viðræðunum strax í janúar.

Helstu spekingar á Englandi hafa undanfarnar vikur og mánuði rætt um stöðu Trent. Jamie Redknapp segir tækifærið of gott til að hafna á meðan Jamie Carragher segir arfleifð leikmannsins í húfi ákveði hann að fara frá félaginu á frjálsri sölu.

Margir stuðningsmenn eru með óbragð í munni yfir því að Liverpool fengi ekkert fyrir Trent, sem er uppalinn í Liverpool, en það sama gerðist árið 1999 þegar Steve McManaman fór til Madrídinga og fékk töluverða gagnrýni fyrir að yfirgefa félagið með þessum hætti.
Athugasemdir
banner
banner
banner