Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 19:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Skoraði beint úr hornspyrnu í sigri gegn Man Utd
Mynd: EPA
Wolves 2 - 0 Manchester Utd
1-0 Matheus Cunha ('58 )
2-0 Hee-Chan Hwang ('90 )

Wolves vann frábæran sigur á Man Utd á Molineux vellinum í dag.

Það var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en Matheus Cunha var að valda leikmönnum Man Utd vandræðum. Bruno Fernandes fékk að líta gula spjaldið fyrir brot á þeim brasilíska.

Strax í upphafi síðari háflleiks fékk Fernandes sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Nelson Semedo.

Fljótlega eftir það skallaði Jörgen Strand Larsen boltann í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Eftir tæplega klukkutíma leik komst Wolves yfir þegar Cunha skoraði beint úr aukaspyrnu. Andre Onana var umkringdur Wolves leikmönnum en ekkert brot dæmt og markið stóð.

Úlfarnir voru líklegri til að bæta við mörkum frekar en Man Utd að jafna metin. Harry Maguire komst næst því fyrir Man Utd en það var auðvelt fyrir Jose Sá að handsama boltann eftir skalla frá varnarmanninum.

Það var hins vegar Hwang Hee-Chan sem innsiglaði sigur Úlfana þegar hann skoraði undir lok leiksins eftir undirbúning Cunha.

Annar sigur Vitor Pereira, stjóra Wolves, í tveimur leikjum og liðið er komið upp úr fallsæti en vandræði Man Utd halda áfram.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 17 13 3 1 40 17 +23 42
2 Chelsea 18 10 5 3 38 21 +17 35
3 Nott. Forest 18 10 4 4 24 19 +5 34
4 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
5 Newcastle 18 8 5 5 30 21 +9 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Fulham 18 7 7 4 26 23 +3 28
9 Aston Villa 18 8 4 6 26 29 -3 28
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 2 9 39 26 +13 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 West Ham 18 6 5 7 23 30 -7 23
14 Man Utd 18 6 4 8 21 24 -3 22
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Wolves 18 4 3 11 29 40 -11 15
18 Leicester 18 3 5 10 22 40 -18 14
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 3 14 11 37 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner