Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 14:10
Brynjar Ingi Erluson
Samba færir sig á milli félaga í Frakklandi
Mynd: EPA
Franski markvörðurinn Brice Samba er á leið til Rennes frá Lens en þetta segir Fabrizio Romano á X.

Þessi þrítugi leikmaður var á mála hjá enska félaginu Nottingham Forest frá 2019 til 2022.

Hann fór frá Forest eftir að félagið komst upp í efstu deild og gekk þá í raðir Lens.

Samba, sem hefur verið aðalmarkvörður Lens síðustu tvö ár, er nú á förum frá félaginu en hann er að ganga í raðir Rennes fyrir 14 milljónir evra.

Marseille var einnig sagt hafa áhuga á Samba en Rennes hafði betur og gerir Samba fjögurra og hálfs árs samning við félagið.

Rennes er í tólfta sæti frönsku deildarinnar með 17 stig, sjö stigum á eftir Lens.
Athugasemdir
banner
banner
banner