Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 15:35
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Olmo staddur í Manchester - Gæti farið frítt til Man City
Dani Olmo
Dani Olmo
Mynd: EPA
Umboðsmaður spænska leikmannsins Dani Olmo er staddur í Manchester og sást á leik Manchester City gegn Everton á Etihad í dag, en Olmo hefur verið orðaður við félagið síðustu daga.

Olmo gekk til liðs við Barcelona frá Leipzig í sumar fyrir 50 milljónir punda en Börsungar gátu aðeins gert stuttan samning við hann vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Félagið á nú í erfiðleikum með að skrá hann í La Liga hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins. Ef félaginu tekst ekki að finna lausn á málinu gæti Olmo farið frítt frá félaginu.

Daily Mail segir frá því í dag að Andy Bara, umboðsmaður leikmannsins, sé staddur í Manchester og var mættur á leik Man City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Umboðsmaðurinn heldur því þó fram að hann sé í jólafríi í Manchester.

Olmo vill sjálfur vera áfram hjá Barcelona en er ekki hrifinn af óvissunni og er föruneyti hans byrjað að skoða aðra möguleika í stöðunni.

Þessi sóknarsinnaði miðjumaður var einn af bestu mönnum spænska landsliðsins sem vann Evrópumótið í sumar og yrði hann mikill fengur fyrir Man City sem er að ganga í gegnum erfiðan kafla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner