Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Miklar líkur á því að Man Utd fái vinstri bakvörð í næsta mánuði
Alvaro Carreras gæti snúið aftur til United
Alvaro Carreras gæti snúið aftur til United
Mynd: Getty Images
Miklar líkur eru á því að enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United fái vinstri bakvörð í janúarglugganum. MARCA greinir frá.

Vinstri bakvarðarstaðan hefur verið til vandræða hjá United síðustu ár.

Luke Shaw og Tyrell Malacia hafa báðir verið að glíma við erfið meiðsli og hefur Portúgalinn Diogo Dalot þurft að leysa af í fjarveru þeirra og ekki verið neitt sérstaklega sannfærandi í þeirri stöðu.

Man Utd ætlar sér því að styrkja sig í janúarglugganum en í MARCA kemur fram að félagið sé að skoða tvo leikmenn: Miguel Gutierrez og Alvaro Carreras.

Gutierrez er 23 ára gamall og á mála hjá Girona. Hann var frábær er Girona tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á síðasta tímabili.

Carreras er aðeins auðveldari og þægilegri kostur fyrir United, en hann fór í gegnum akademíuna hjá United áður en hann var seldur til Benfica.

Þar hefur hann verið að gera gott mót og á United möguleika á því að kaupa hann aftur fyrir 16,7 milljónir punda sem væri algert tombóluverð á nútímamarkaði.

Chris Winterburn hjá MARCA segir að United sé mjög vongott um að geta landað bakverði í glugganum og ekki útilokað að Ruben Amorim reyni að styrkja fleiri stöður.
Athugasemdir
banner
banner