Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dermot Gallagher: Traðkaði viljandi á Schär
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Úrvalsdeildardómarinn fyrrverandi Dermot Gallagher er sérfræðingur Sky Sports þegar kemur að dómgæslumálum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann hefur tjáð sig um stærstu atvik sem áttu sér stað í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni og var sammála dómurunum í öllum atvikum, þar á meðal rauða spjaldinu sem Jhon Durán fékk í fyrri hálfleik í 3-0 tapi Aston Villa gegn Newcastle.

Durán fékk rautt spjald fyrir að traðka á bakinu á Fabian Schär, en endursýningar sýndu að hér væri líklegast um óviljaverk að ræða. Það tók Anthony Taylor dómara 30 sekúndur að gefa rautt spjald og eftir athugun í VAR-herberginu var því leyft að standa.

„Að mínu mati var þetta rautt spjald. Fólk segir að leikmaðurinn sé ekki með jafnvægi útaf peysutogi og að þetta sé óviljaverk, en ég er ekki sammála því. Þannig leið Anthony Taylor líka," segir Gallagher.

„Mér líkar við þennan dóm því Taylor tekur sér góðan tíma til að taka ákvörðun. Hann sér að hægri fótur Durán breytir um stefnu og endar á að traðka á andstæðingi. Honum leið eins og þetta sé gert viljandi og aðstoðardómarinn var sammála. Ég er líka sammála því.

„Það var enginn sem þurfti að fara í skjáinn, þessi ákvörðun var tekin á rauntíma og einstaklingarnir sem sjá um dómgæsluna voru sammála. VAR skoðaði atvikið og ákvað að senda Taylor ekki að skjánum, í hægri endursýningu þá lítur þetta enn verr út fyrir leikmanninn sem var dæmdur brotlegur."


Unai Emery þjálfari Aston Villa ætlar að áfrýja þessum dómi en Gallagher telur ólíklegt að það gangi upp. Durán er líklegast á leið í þriggja leikja bann.

   26.12.2024 16:07
Duran brjálaður yfir rauða spjaldinu

Athugasemdir
banner
banner
banner