Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola lét leikmenn sína sofa á æfingasvæðinu um jólin
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: Getty Images
Ömurlegt gengi Englandsmeistara Manchester City hélt áfram í gær þegar liðið gerði jafntefli við Everton á heimavelli.

Man City hefur núna aðeins unnið einn af síðustu 13 leikjum sínum.

Pep Guardiola, stjóri Man City, hefur aldrei lent í svona stöðu áður. Hann hefur alltaf verið að berjast á toppnum en núna er raunin önnur fyrir hann.

Guardiola er að reyna ýmislegt til að koma liðinu sínu aftur af stað, en það gengur illa. Samkvæmt vefmiðlinum GiveMeSport þá tók Guardiola undirbúninginn fyrir leikinn gegn Everton upp á næsta stig en hann lét leikmenn sína gista á æfingasvæði félagsins um jólin.

Félagið varði stórum fjárhæðum í dýnur, sængur og kodda til að það færi vel um leikmenn en það eru til staðar herbergi á æfingasvæðinu. Þau voru nýtt um jólin en það hjálpaði liðinu ekki mikið inn á vellinum því City gerði bara jafntefli gegn Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner