Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beiðni Barcelona varðandi Olmo hafnað - Tíminn að renna út
Dani Olmo.
Dani Olmo.
Mynd: EPA
Dómari á Spáni hefur hafnað beiðni Barcelona um að fá leyfi til að skrá Dani Olmo í leikmannahóp sinn út tímabilið.

Olmo gekk til liðs við Barcelona frá Leipzig í sumar fyrir 50 milljónir punda en Börsungar gátu aðeins skráð hann í leikmannahóp sinn út árið vegna fjárhagsvandræða félagsins.

Það er sérstakt fjárhagsþak á Spáni sem Barcelona þarf að vera undir en félagið fékk sérstaka undanþágu síðasta sumar til þess að skrá Olmo en undanþágan gildir bara til áramóta.

Barcelona reyndi að fá aðra undanþágu sem gildir út tímabilið en henni var hafnað í dag. Börsungar ætla að reyna aftur á mánudaginn með því að lögsækja spænsku úrvalsdeildina og mótmæla reglum deildarinnar.

En ef það gengur ekki upp, þá gæti Olmo farið frítt í janúar. Hann er orðaður við Englandsmeistara Manchester City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner