Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 17:26
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Var Lampard að reka síðasta naglann í kistu Rooney?
Frank Lampard og Wayne Rooney mættust í fyrsta sinn á hliðarlínunni
Frank Lampard og Wayne Rooney mættust í fyrsta sinn á hliðarlínunni
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur kom ekki við sögu hjá Preston
Stefán Teitur kom ekki við sögu hjá Preston
Mynd: Preston
Lærisveinar Frank Lampard í Coventry unnu 4-0 stórsigur á Wayne Rooney og hans mönnum í Plymouth í ensku B-deildinni í dag.

Lampard og Rooney mættust ófáum sinnum sem leikmenn og voru þá liðsfélagar í enska landsliðinu en þeir voru að mætast í fyrsta sinn sem stjórar.

Það endaði ekkert sérstaklega vel fyrir lærisveina Rooney sem fengu á sig fjögur mörk í fyrri hálfleik. Josh Eccles skoraði tvö og þá gerðu þeir Tatsuhiro Sakamoto og Ephron Mason-Clark sitt markið hvor.

Rooney talaði um það á dögunum að það væri aðeins tímaspursmál hvenær allt færi að smella hjá Plymouth, en það var ekki að sjá í dag.

Fjórða leikinn í röð var landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson ónotaður varamaður hjá Plymouth.

Plymouth er í neðsta sæti deildarinnar með 18 stig og var Lampard líklega að reka síðasta naglann í kistu Wayne Rooney, en Plymouth hefur tapað fjórum og gert þrjú jafntefli í síðustu sjö leikjum liðsins. Lærisveinar Lampard eru á meðan í 14. sæti með 27 stig.

Stefán Teitur Þórðarson var ónotaður varamaður í 1-0 sigri Preston á Hull City og þá var Arnór Sigurðsson ekki með Blackburn Rovers sem gerði 2-2 jafntefli við Sunderland.

Blackburn 2 - 2 Sunderland
1-0 Yuki Ohashi ('13 )
1-1 Chris Rigg ('51 )
1-2 Wilson Isidor ('55 )
2-2 Harry Leonard ('90 )

Bristol City 1 - 0 Luton
1-0 Scott Twine ('47 )

Coventry 4 - 0 Plymouth
1-0 Tatsuhiro Sakamoto ('5 )
2-0 Josh Eccles ('20 )
3-0 Ephron Mason-Clark ('39 )
4-0 Josh Eccles ('45 )
Rautt spjald: Callum Wright, Plymouth ('87)

Middlesbrough 3 - 3 Sheffield Wed
1-0 Ben Doak ('5 )
2-0 Finn Azaz ('15 )
3-0 Finn Azaz ('30 )
3-1 Svante Ingelsson ('47 )
3-2 Josh Windass ('54 )
3-3 Yan Valery ('61 )
Rautt spjald: Rav van den Berg, Middlesbrough ('55)

Norwich 2 - 1 Millwall
1-0 Emiliano Marcondes ('4 )
2-0 Oscar Schwartau ('39 )
2-1 Romain Esse ('65 )

Oxford United 3 - 2 Cardiff City
1-0 Mark Harris ('41 )
2-0 Ciaron Brown ('52 )
3-0 Przemyslaw Placheta ('57 )
3-1 Cian Ashford ('82 )
3-2 Callum Robinson ('90 )

Preston NE 1 - 0 Hull City
1-0 Brad Potts ('60 )

Sheffield Utd 0 - 2 Burnley
0-1 Josh Brownhill ('43 )
0-2 Zian Flemming ('53 )

Swansea 3 - 0 QPR
1-0 Liam Cullen ('12 )
2-0 Liam Cullen ('28 )
3-0 Goncalo Franco ('33 )

Watford 2 - 1 Portsmouth
0-1 Zak Swanson ('10 )
1-1 Edo Kayembe ('57 , víti)
2-1 Rocco Vata ('90 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 23 14 6 3 43 15 +28 48
2 Sheffield Utd 23 15 5 3 32 13 +19 48
3 Burnley 23 13 8 2 30 9 +21 47
4 Sunderland 23 12 8 3 36 20 +16 44
5 Blackburn 22 11 5 6 27 20 +7 38
6 Watford 22 11 4 7 32 29 +3 37
7 Middlesbrough 23 10 6 7 41 31 +10 36
8 West Brom 23 8 11 4 27 18 +9 35
9 Sheff Wed 23 9 6 8 31 33 -2 33
10 Swansea 23 8 6 9 27 24 +3 30
11 Bristol City 23 7 9 7 27 28 -1 30
12 Norwich 23 7 8 8 39 35 +4 29
13 Millwall 22 7 7 8 22 20 +2 28
14 Derby County 23 7 6 10 29 29 0 27
15 Coventry 23 7 6 10 32 34 -2 27
16 Preston NE 23 5 11 7 23 29 -6 26
17 QPR 23 5 10 8 23 31 -8 25
18 Luton 23 7 4 12 25 39 -14 25
19 Stoke City 23 5 7 11 23 32 -9 22
20 Oxford United 22 5 6 11 24 39 -15 21
21 Portsmouth 21 4 8 9 26 37 -11 20
22 Hull City 23 4 7 12 21 32 -11 19
23 Cardiff City 22 4 6 12 21 37 -16 18
24 Plymouth 22 4 6 12 22 49 -27 18
Athugasemdir
banner
banner
banner