Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 26. desember 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Liverpool með sjö stiga forystu á toppnum
Mynd: EPA
Liverpool 3 - 1 Leicester City
0-1 Jordan Ayew ('6 )
1-1 Cody Gakpo ('45 )
2-1 Curtis Jones ('49 )
3-1 Mohamed Salah ('82 )

Liverpool vann endurkomusigur á Leicester á Anfield í kvöld og er komið með sjö stiga forystu á Chelsea á toppi deildarinnar.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti en Liverpool komst íi færi en gat ekki sigrast á Jakub Stolarczyk sem stóð í markinu hjá Leicester.

Stuttu síðar komstu gestirnir yfir þegar Jordan Ayew fékk boltann inn á teignum og skoraði.

Liverpool tók yfir leikinn í kjölfarið en það var ekki fyrr en í uppbótatíma fyrri hálfleiks sem Cody Gakpo jafnaði metin með glæsilegu marki.

Snemma í seinni hálfleik náði Liverpool forystunni þegar Curtis Jones skoraði eftir sendingu frá Alexis Mac Allister. Leikurinn var lengi stopp í tvígang þar sem mörk voru skoðuð í VAR, m.a. markið hjá Jones sem fékk að standa.

Þrátt fyrir mikinn atgang að marki Leicester tókst Liverpool ekki að skora annað mark fyrr en undir lok leiksins þegar Mohamed Salah skoraði og innsiglaði sigur Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 17 13 3 1 40 17 +23 42
2 Chelsea 18 10 5 3 38 21 +17 35
3 Nott. Forest 18 10 4 4 24 19 +5 34
4 Arsenal 17 9 6 2 34 16 +18 33
5 Newcastle 18 8 5 5 30 21 +9 29
6 Bournemouth 18 8 5 5 27 21 +6 29
7 Man City 18 8 4 6 30 26 +4 28
8 Fulham 18 7 7 4 26 23 +3 28
9 Aston Villa 18 8 4 6 26 29 -3 28
10 Brighton 17 6 7 4 27 26 +1 25
11 Tottenham 18 7 2 9 39 26 +13 23
12 Brentford 17 7 2 8 32 32 0 23
13 West Ham 18 6 5 7 23 30 -7 23
14 Man Utd 18 6 4 8 21 24 -3 22
15 Everton 17 3 8 6 15 22 -7 17
16 Crystal Palace 18 3 8 7 18 26 -8 17
17 Wolves 18 4 3 11 29 40 -11 15
18 Leicester 18 3 5 10 22 40 -18 14
19 Ipswich Town 17 2 6 9 16 32 -16 12
20 Southampton 18 1 3 14 11 37 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner