Framtíð portúgalska leikmannsins Joao Felix hjá Chelsea er í óvissu en blaðamaðurinn Pedro Almeida og GiveMeSport greindu frá þessum fregnum á dögunum.
Chelsea keypti Joao Felix frá Atlético Madríd á 46,3 milljónir punda í sumar en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á tímabilinu og fengið fleiri mínútur í minni keppnum.
Hann er varamaður í stað Cole Palmer sem er helsta vopn Chelsea fram á við, en nú er talað um að Felix gæti verið á förum frá enska félaginu.
GiveMeSport segir að Chelsea sé alvarlega að íhuga framtíð Felix.
Þetta tekur portúgalski blaðamaðurinn Pedro Almeida undir en hann segir að Benfica sé að skoða það að fá hann á láni út tímabilið.
Óvíst er þó hvort Chelsea sé tilbúið að lána Felix út á þessum tímapunkti. Markmið félagsins er að vinna Sambandsdeild Evrópu og vera með í baráttunni um aðra titla.
Þá er Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk sem stendur í banni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi og algerlega óvitað hvort hann verði meira með á tímabilinu.
Athugasemdir