Spænski miðillinn Marca heldur því fram að enski hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold hafi tjáð Liverpool að hann vilji fara til spænska félagsins Real Madrid eftir tímabilið.
Alexander-Arnold er 26 ára gamall og að renna út á samningi eftir þetta tímabil.
Liverpool hefur átt í viðræðum við hann um nýjan samning og er talið að hann hafi þegar hafnað nokkrum tilboðum, en félög mega byrja ræða við hann um áramót.
Marca segir að Trent hafi þegar tekið ákvörðun um framtíð sína en hann á að hafa tjáð Liverpool að hann vilji fara til Real Madrid í lok tímabils.
Talið er að Real Madrid vilji ganga frá viðræðum við Trent í næsta mánuði og myndi hann þá ganga frítt í raðir félagsins í sumar.
Athugasemdir