Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögur um Sádi-Arabíu séu algjört kjaftæði
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Það hefur verið rætt og skrifað um það að hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong sé ekki í framtíðaráformum Barcelona.

De Jong hefur ekki staðist væntingar hjá Börsungum en samkvæmt Sport þá er hann fáanlegur fyrir 20 milljónir evra, sem er í raun algjört tombóluverð.

Hann hefur nýverið verið orðaður við Sádi-Arabíu en umboðsmaður hans segir það kjaftæði að hann sé á leið þangað.

„Sögurnar um Sádi-Arabíu eru kjaftæði," segir Ali Dursun, umboðsmaður De Jong.

„Það sem Frenkie vill helst er að skína hjá Barcelona, félaginu sem hann elskar mest. Hver veit, kannski verður Frenkie áfram hjá Barcelona í langan tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner