Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 26. desember 2024 19:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðstoðarmaður Howe fékk rautt spjald í hálfleik
Mynd: EPA
Jason Tindall, aðstoðarþjálfari Newcastle, fékk rauða spjaldið í hálfleik þegar liðið vann Aston Villa í dag.

Það var mikil reiði hjá Aston Villa þegar Jhon Duran fékk að líta rauða spjaldið eftir hálftíma leik. Tindall og Unai Emery tókust á hliðarlínunni þar sem Tindall sussaði meðal annars á hann.

Þjálfarateymi liðanna tókust á þegar liðin voru komin inn í hálfleik sem endaði með því að Tindall var fylgt upp í stúku af öryggiisgæslunni.

Newcastle vann leikinn 3-0 en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð og er komið upp í 5. sæti. Aston Villa hefur aðeins nælt í þrjú stig í síðustu þremur leikjum og situr í 9. sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner