Brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er að ganga í raðir Real Betis á láni frá Juventus.
Arthur er 28 ára gamall og var áður á mála hjá Barcelona og Gremio.
Hann er á lista yfir verstu félagaskipti í stjórnartíð Jürgen Klopp hjá Liverpool, en félagið fékk hann á láni frá Juventus árið 2022 og spilaði hann aðeins þrettán mínútur fyrir félagið vegna þrálátra meiðsla.
Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Fiorentina þar sem hann spilaði stóra rullu í því er liðið komst í úrslit Sambansdeildar Evrópu, en var síðan ekki í plönum Thiago Motta, þjálfara Juventus, er hann snéri aftur til félagsins.
Juventus hefur samþykkt að lána hann út í janúarglugganum en Trivela segir hann vera að ganga í raðir Real Betis á láni út tímabilið.
Real Betis er í 9. sæti La Liga með 25 stig og er á góðu róli en liðið hefur unnið fjóra og gert tvö jafntefli í síðustu sex leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir