Vonandi var jólahátíðin ykkur góð og ánægjuleg. Hér er slúðurpakkinn í boði Powerade en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum. Janúarglugginn opnar í næstu viku.
Liverpool býst við því að hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk (33), sem verður samningslaus í sumar, muni skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. (TeamTalk)
Real Madrid hefur engan áhuga á að fá Van Dijk til liðs við sig í sumar, þrátt fyrir að sögusagnir hafi orðað félagið við Hollendinginn. (Marca)
Alphonso Davies (24), vinstri bakvörður Bayern München, er opinn fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina í sumar. Manchester United og Liverpool eru á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á honum. (TBR)
Manchester United hefur sett 50 milljónir punda sem lágmark fyrir fyrsta boð í Marcus Rashford (27). (Caughtoffside)
Arsenal fylgist með brasilíska sóknarleikmanninum Matheus Cunha (25) hjá Wolves. Cunha gæti orðið fáanlegur ef Úlfarnir falla. (Athletic)
Vitor Pereira, stjóri Wolves, segist vongóður um að félagið geti haldið Cunha. (Metro)
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun ræða við stjórn félagsins um hvað verður gert í janúarglugganum. Gengi City hefur verið afleitt. (Guardian)
Maghnes Akliouche (22) kantmaður Mónakó er einn af þeim sem Manchester City vill fá. Atletico Madrid, Paris St-Germain, Inter og Newcastle United eru einnig á meðal þeirra félaga sem hafa áhuga. (Caughtoffside)
Umboðsmaður Brasilíumannsins Antony (24) segir leikmanninn hafa fengið tilboð um að yfirgefa Manchester United í janúar en félagið vilji halda honum. (GiveMeSport)
Félög í Championship vilja fá enska bakvörðinn Danny Imray (21) lánaðan frá Crystal Palace. (Telegraph)
Umboðsmaður Dani Olmo (26) er kominn til Manchester til að funda með félögum í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Manchester United og Manchester City. (Mail)
John Heitinga, sem er í þjálfarateymi Liverpool, er talinn líklegastur til að taka við af Carlos Corberan sem stjóri West Brom. (Football Insider)
Fiorentina hefur áhuga franska bakverðinum hjá Parma, Woyo Coulibaly (25). (Matteo Moretto)
Athugasemdir