Curtis Jones, miðjumaður Liverpool, spilaði 100. leik sinn í úrvalsdeildinni í gær þegar liðið lagði Leicester af velli.
Liverpool lenti undir snemma leiks en Cody Gakpo jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks og Jones kom liðiinu yfir snemma í seinni hálfleik.
Hann vissi ekki að þetta hafi verið 100. leikurinn sinn en hann sagði frá því að Jurgen Klopp hafi sent honum skilaboð og óskað honum til hamingju með 100. leikinn.
„Ég fór í símann og sá þessi venjulegu skilaboð frá fjölskyldunni. Svo sá ég skilaboð frá Klopp. 'Hann sagði: TIl hamingju með 100. leikinn. Ég hugsaði, um hvað er hann að tala? Svo sá ég á Instagram að ég væri búinn að spila hundrað leiki í úrvalsdeildinni. Ég er stoltur af því," sagði Jones.
Hann var ekki hissa á því að Klopp væri með puttann á púlsinum.
„Hann er á Instagram þess vegna sér hann það," sagði Jones og hló. „Svona er hann, hann heldur enn sambandi við allt liðið. Hann er frábær maður, hann er enn elskaður af okkur. Hann er sá sem setti þetta lið saman, grunnurinn var þarna og Slot heldur bara uppteknum hætti."
Athugasemdir