Brighton 0 - 0 Brentford
Brighton tók á móti Brentford í fyrri leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og var staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem Brentford kom boltanum í netið en ekki dæmt mark vegna naumrar rangstöðu.
Brighton lá í sókn en tókst ekki að skora þrátt fyrir mikið af marktilraunum, þar sem Mark Flekken stóð sig vel á milli stanganna allt þar til hann meiddist og þurfti að fara af velli.
Hákon Rafn Valdimarsson kom inn í staðinn og varði mark gestanna út leikinn. Leikurinn jafnaðist mikið út í síðari hálfleik og róaðist niður þar sem bæði lið vörðust vel. Hákon hafði ekki mikið að gera en stóð sig vel þegar hans var þarfnast. Hann var svellkaldur og öruggur með boltann í fótunum.
Hvorugu liði tókst að skora mark í leiknum og varð niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Brighton er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir þetta jafntefli með 26 stig eftir 18 umferðir.
Brentford klifrar yfir nágranna sína í Tottenham og West Ham og fer upp í ellefta sæti, þar sem liðið er með 24 stig.
Athugasemdir