Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 26. desember 2024 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Lucas skoraði í tapi Gent
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Gent í undanförnum leikjum.

Hann byrjaði á bekknum í kvöld þegar liðið fékk Union St. Gilloise í heimsókn í belgísku deildinni.

Gestirnir voru með 1-0 forystu í hálfleik. Andri Lucas kom inn á sem varamaður í hálfleik en gestirnir bættu tveimur mörkum við áður en Andri klóraði í bakkann fyrir Gent en nær komust þeir ekki.

Gent er í 6. sæti deildarinnar með 30 stig eftir 20 leiki. Union komst upp fyrir Gent með sigrinum í kvöld een liðið er með 31 stig í 5. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner