Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 12:40
Brynjar Ingi Erluson
Durán í þriggja leikja bann
Mynd: EPA
Jhon Durán, framherji Aston Villa, verður ekki með liðinu í næstu þremur leikjum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn Newcastle United á annan í jólum.

Kólumbíumaðurinn fékk að líta beint rautt fyrir að traðka á afturenda svissneska varnarmannsins Fabian Schär í fyrri hálfleik.

Aston Villa áfrýjaði rauða spjaldinu til enska fótboltasambandsins en tapaði þeirri áfrýjun og mun Durán því ekki vera með í næstu þremur leikjum.

Rauða spjaldið þótti umdeilt en Durán og Schär misstu báðir jafnvægið í einvígi sem varð til þess að framherjinn lenti ofan á Schär, en erfitt er að segja til um hvort það hafi verið ásetningur í broti Durán eða hvort um óviljaverk hafi verið að ræða.

Engu að síður hefur enska fótboltasambandið komist að þeirri niðurstöðu að rauða spjaldið hafi verið réttur dómur og mun því Ollie Watkins koma aftur inn í framlínu Villa sem hefur tapað tveimur af síðustu þremur deildarleikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner