Ítalska félagið AC Milan er að undirbúa samningaviðræður við bandaríska sóknarmanninn Christian Pulisic.
Þessi 26 ára gamli leikmaður hefur verið í fantaformi með Milan á leiktíðinni.
Hann hefur verið potturinn og pannan í sóknarleik liðsins síðan hann kom frá Chelsea fyrir ári.
Frammistaða hans hefur vakið áhuga enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem er að íhuga að leggja fram tilboð, en samkvæmt CalcioMercato vill Milan slökkva í þeirri umræðu með því að bjóða honum nýjan samning með 20 prósent launahækkun.
Milan er að vinna í því að framlengja við nokkra lykilmenn og er Pulisic hluti af þeirri áætlun.
Pulisic á tvö ár eftir af samningi sínum við Milan og þá er félagið með ákvæði um að framlengja hann um annað ár.
Athugasemdir