Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Santiago Bernabéu verður endurskírður
Mynd: Getty Images
Marca er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Real Madrid hefur ákveðið að breyta nafninu á leikvanginum sínum.

Hinn heimsfrægi Santiago Bernabéu mun breyta um nafn og vera endurskírður El Bernabéu, en talið er að stjórnendur Real Madrid ætli sér að selja nafnaréttinn á leikvanginum í framtíðinni.

Þetta er gert til að auka tekjur risaveldisins og fylgir Real Madrid með þessu í fótspor ýmissa annarra fótboltafélaga.

Stuðningsfólk Real Madrid hefur ekki tekið sérlega vel í þessar fregnir en talið er afar ólíklegt að félagið muni hætta við áform sín.
Athugasemdir
banner
banner