Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tók Fortnite fagn og var rekinn út af
Kwadwo Baah.
Kwadwo Baah.
Mynd: Getty Images
Kwadwo Baah, leikmaður Watford, gerði allt vitlaust í gær þegar hann fagnaði marki með því að taka dans sem er vinsæll í tölvuleiknum Fortnite.

Watford gerði sigurmarkið seint gegn Portsmouth og ákvað Baah - sem skoraði ekki einu sinni markið - að fagna með því að stíga léttan dans.

Dansinn var kannski ekkert svo léttur en með honum ögraði hann stuðningsmönnum og leikmönnum Portsmouth.

Hann gerði allt vitlaust og fékk að líta rauða spjaldið. John Mousinho, stjóri Portsmouth, var lítt hrifinn eftir leik og sagði einfaldlega: „Ef einn af mínum leikmönnum gerði þetta, þá væri hann í mikilli hættu á að spila aldrei fyrir Portsmouth aftur."

Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu sem gerði allt vitlaust.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner