Spænska félagið Celta Vigo gaf stuðningsmönnum hina fullkomnu jólagjöf er það tilkynnti að framherjinn Iago Aspas væri búinn að skrifa undir nýjan samning.
Aspas er 37 ára gamall uppalinn Vigo-maður og einn sá besti í sögu félagsins.
Framherjinn lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2007-2008 og nokkrum árum síðar skoraði hann 25 mörk er Celta Vigo komst aftur upp í efstu deild.
Góð frammistaða hans með Celta vakti áhuga Liverpool sem síðan keypti hann árið 2013 en þau kaup eru með þeim verstu í sögu félagsins og skoraði hann aðeins eitt mark í fimmtán leikjum sínum með þeim rauðu.
Tímabilið á eftir var hann lánaður til Sevilla áður en hann gekk aftur í raðir Celta Vigo og allar götur síðan spilað þar
Aspas er markahæsti leikmaður í sögu félagsins og er ljóst að hann getur nú haldið áfram að bæta við en hann hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum sem gildir nú til 2026.
Celta Vigo er í 11. sæti La Liga með 24 stig og hefur Aspas skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sextán leikjum liðsins á tímabilinu.
Eu vin xogar a @aspas10 ???? pic.twitter.com/Hqtc1BZdHQ
— RC Celta (@RCCelta) December 25, 2024
Athugasemdir