Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Aspas verður áfram hjá Celta Vigo
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Celta Vigo gaf stuðningsmönnum hina fullkomnu jólagjöf er það tilkynnti að framherjinn Iago Aspas væri búinn að skrifa undir nýjan samning.

Aspas er 37 ára gamall uppalinn Vigo-maður og einn sá besti í sögu félagsins.

Framherjinn lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2007-2008 og nokkrum árum síðar skoraði hann 25 mörk er Celta Vigo komst aftur upp í efstu deild.

Góð frammistaða hans með Celta vakti áhuga Liverpool sem síðan keypti hann árið 2013 en þau kaup eru með þeim verstu í sögu félagsins og skoraði hann aðeins eitt mark í fimmtán leikjum sínum með þeim rauðu.

Tímabilið á eftir var hann lánaður til Sevilla áður en hann gekk aftur í raðir Celta Vigo og allar götur síðan spilað þar

Aspas er markahæsti leikmaður í sögu félagsins og er ljóst að hann getur nú haldið áfram að bæta við en hann hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum sem gildir nú til 2026.

Celta Vigo er í 11. sæti La Liga með 24 stig og hefur Aspas skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sextán leikjum liðsins á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner