Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 09:50
Elvar Geir Magnússon
Nítján Íslendingar hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni
Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson.
Mynd: Getty Images
Hákon átti flotta innkomu.
Hákon átti flotta innkomu.
Mynd: Getty Images
Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson í leik Fulham og Charlton.
Heiðar Helguson og Hermann Hreiðarsson í leik Fulham og Charlton.
Mynd: Getty Images
Hákon Rafn Valdimarsson varð í gær nítjándi Íslendingurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni frá því að hún var formlega stofnuð 1992. Hann er annar íslenski markvörðurinn til að afreka það.

Hákon varði mark Brentford sem gerði markalaust jafntefli gegn Brighton og átti mjög flotta innkomu. Hann kom í markið í stað Mark Flekken sem meiddist á 36. mínútu.

Þorvaldur Örlygsson, núverandi formaður KSÍ, var fyrstur Íslendinga til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Hermann Hreiðarsson lék 332 leiki í deildinni og er leikjahæsti Íslendingurinn. Gylfi Þór Sigurðsson lék 318 leiki.

Markahæstur Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni er auðvitað Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði 55 mörk í 211 leikjum.

Íslendingar sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni

Guðni Bergsson – Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers – 1992–93, 1995–96, 1997–98, 2001–03

Eiður Smári Guðjohnsen – Chelsea, Tottenham Hotspur, Stoke City, Fulham – 2000–06, 2009–11

Jóhannes Karl Guðjónsson – Aston Villa, Wolverhampton Wanderers, Burnley – 2002–04, 2009–10

Þórður Guðjónsson – Derby County – 2000–01

Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 2016–22, 2023–24

Jóhann Birnir Guðmundsson – Watford – 1999–2000

Aron Einar Gunnarsson – Cardiff City – 2013–14, 2018–19

Brynjar Björn Gunnarsson – Reading – 2006–08

Arnar Gunnlaugsson – Bolton Wanderers, Leicester City – 1997–2002

Heiðar Helguson – Watford, Fulham, Bolton Wanderers, Queens Park Rangers – 1999–2000, 2005–09, 2011–12

Hermann Hreiðarsson (332) – Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth – 1997–98, 1999–2002, 2003–10

Ívar Ingimarsson – Reading – 2006–08

Eggert Gunnþór Jónsson – Wolverhampton Wanderers – 2011–12

Þorvaldur Örlygsson – Nottingham Forest – 1992–93

Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal – 2020–21

Gylfi Þór Sigurðsson – Swansea City, Tottenham Hotspur, Everton – 2011–21

Lárus Orri Sigurðsson – West Bromwich Albion – 2002–03

Grétar Rafn Steinsson – Bolton Wanderers – 2007–12

Hákon Rafn Valdimarsson – Brentford – 2024–
Athugasemdir
banner