Arsenal hefur gefist upp í baráttunni um sænska sóknarmanninn Viktor Gyökeres.
Gyökeres er 26 ára gamall og er allra heitasti framherji Evrópu um þessar mundir.
Hann er kominn með 27 mörk í 26 leikjum með portúgalska félaginu Sporting á leiktíðinni og er undir smásjá stórliða í Evrópu, en Arsenal er eitt af þeim félögum sem hafa verið í baráttunni um undirskrift framherjans.
Caught Offside segir að Arsenal hafi nú yfirgefið baráttuna og hafi nú sett alla einbeitingu á að fá ítalska landsliðsmanninn Mateo Retegui frá Atalanta.
Arsenal er með það í forgangi að kaupa hreinræktaðan framherja inn í hópinn til að auka möguleikana á því að geta unnið titla í framtíðinni.
Athugasemdir