Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   fös 27. desember 2024 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Brentford sungu til Hákonar eftir jafnteflið
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn Valdimarsson þreytti frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld þegar hann kom inn af bekknum fyrir meiddan Mark Flekken.

Hákon Rafn hafði ekki mikið að gera eftir að hann kom inná en stóð sig vel þegar liðsfélagarnir þurftu á honum að halda. Hann varði tvö skot af tveimur sem bárust á rammann og fór nokkrum sinnum af marklínunni til að bægja fyrirgjöfum frá.

Brentford hélt hreinu í leiknum og spilaði Hákon stærsta hlutann eftir að hafa komið inn á 36. mínútu.

Óljóst er hversu lengi Flekken verður frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í jafnteflinu, en Flekken stóð sig mjög vel áður en hann meiddist þar sem Brighton var talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en leikurinn jafnaðist mikið út eftir leikhlé.

Stuðningsmenn Brentford voru ánægðir með frumraun Hákonar og sungu nafn hans að leikslokum, enda tókst honum að halda hreinu í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner