Það fara tveir leikir fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.
Viðureign Brighton gegn Brentford er að hefjast innan skamms og tekur Arsenal svo á móti Ipswich 45 mínútum síðar.
Arsenal mætir til leiks með sterkt byrjunarlið þar sem Declan Rice og Leandro Trossard koma inn í liðið fyrir Thomas Partey og Bukayo Saka, en Saka meiddist í síðasta leik. Gabriel Martinelli færir sig líklega á hægri kantinn til að fylla í skarðið fyrir Saka.
Kieran McKenna gerir fimm breytingar á liði Ipswich sem steinlá gegn Newcastle í síðustu umferð. Kalvin Phillips fær tækifæri í byrjunarliðinu og þá koma Liam Delap, Ben Johnson, Jacob Greaves og Luke Woolfenden einnig inn.
Arsenal þarf sigur í toppbaráttunni á meðan Ipswich er í harðri fallbaráttu.
Í Brighton gerir Fabian Hürzeler tvær breytingar á liði heimamanna eftir jafntefli í síðustu umferð. Julio Enciso og Matt O'Riley koma inn fyrir Mats Wieffer og Georginio Rutter.
Thomas Frank þjálfari Brentford gerir aðeins eina breytingu þrátt fyrir tap á heimavelli í síðustu umferð. Frank neyðist til að taka Kristoffer Ajer úr byrjunarliðinu vegna meiðsla og kemur Mads Roerslev inn í staðinn.
Arsenal: Raya, Timber, Saliba, Gabriel, Lewis-Skelly, Rice, Havertz, Odegaard, Martinelli, Trossard, Jesus.
Varamenn: Neto, Zinchenko, Tierney, Kiwior, Calafiori, Jorginho, Partey, Merino, Nwaneri.
Ipswich: Muric, Johnson, O'Shea, Woolfenden, Greaves, Davis, Phillips, Cajuste, Hutchinson, Szmodics, Delap.
Varamenn: Walton, H. Clarke, Townsend, Taylor, Burns, Chaplin, Broadhead, J. Clarke, Al-Hamadi.
Brighton: Verbruggen, Dunk, Gruda, Joao Pedro, Enciso, Baleba, Mitoma, Van Hecke, Estupinan, O'Riley; Veltman.
Varamenn: Steele, Lamptey, Igor, Julio, March, Adingra, Georginio, Moder, Minteh; Ayari.
Brentford: Flekken, Roerslev, Collins, Mee, Lewis-Potter, Norgaard, Janelt, Damsgaard, Mbeumo, Schade; Wissa.
Varamenn: Valdimarsson, Carvalho, Yarmoliuk, Meghoma, Konak, Maghoma, Ji-soo, Yogane; Arthur.
Athugasemdir