Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Musiala stoltur af ummælum Eberl - „Má ekki setja of mikla pressu á sjálfan mig"
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Jamal Musiala hjá Bayern en hann hefur verið orðaður í burtu frá félaginu.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum hjá þýska félaginu en stórlið á borð við Man City og Real Madrid hafa verið orðuð við leikmanninn.

Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern, hefur tjáð sig um leikmanninn en hann segist vonast til að gera nýjan samning við hann og að Musiala verði andlit félagsins í framtíðinni.

„Það er heiður, Bayern er eitt stærsta félag í heimi. Fyrir mér snýst þetta um að hafa gaman, vinna hart að sér, halda áfram að bæta sig og vonandi vinna titla. Ég má líka ekki setja of mikla pressu á sjálfan mig," sagði Musiala.
Athugasemdir
banner
banner
banner