Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 27. desember 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Verð steinhissa ef Liverpool vinnur ekki titilinn"
Mynd: Getty Images
Liverpool er með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Leicester í gær.

Chelsea er í öðru sæti sem stendur en liðið tapaði gegn Fulham. Arsenal getur komist upp í 2. sætið með sigri á Ipswich í kvöld.

Michael Owen, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur ekki trú á því að nokkuð lið geti keppt við Liverpool.

„Þeir eru að elska þetta. Þeir koma fram og segja að þeir séu ekki að spá í öðrum liðum, bara að hugsa um okkur sjálfa og það er rétt hjá þeim," sagði Owen.

„Öll liðin í kringum þá eru að hrynja á sama tíma. Chelsea tapaði, Man City tapaði stigum enn eina ferðina og eru líklega úr leik. Þegar ég horfi á töfluna yrði ég steinhissa ef Liverpool vinnur ekki deildina. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er Arsenal."

„Ég hef ekki trú á Chelsea, þeir með of ungt og óreynt lið. Forest er að eiga frábært tímabil en þeir geta ekki haldið þetta út. Newcastle er of langt frá og Bournemouth á ekki séns heldur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner