Dean Huijsen, varnarmaður Bournemouth, er sagður á óskalista spænska stórveldisins Real Madrid.
William Saliba, miðvörður Arsenal, er efstur á óskalistanum en Madrídingar telja það ómögulegt út af því hversu dýr hann er.
William Saliba, miðvörður Arsenal, er efstur á óskalistanum en Madrídingar telja það ómögulegt út af því hversu dýr hann er.
Huijsen er ódýrari kostur en hann hefur verið að leika afar vel með Bournemouth á tímabilinu. Hann var fenginn til enska félagsins frá Juventus fyrir 15 milljónir punda síðastliðið sumar.
Vitor Reis, ungur leikmaður Palmeiras í Brasilíu, er einnig leikmaður sem Real Madrid er að skoða.
Real Madrid er sem stendur í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir toppliði Atletico Madrid.
Athugasemdir