Mikel Arteta svaraði spurningum eftir 1-0 sigur Arsenal gegn nýliðum Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Hann er sáttur með að ná í þrjú stig úr leiknum og vonast til að missa ekki fleiri leikmenn í meiðsli eftir að Bukayo Saka fór í aðgerð.
„Þetta var mjög lokaður leikur gegn skipulögðu liði sem er mjög erfitt að brjóta niður. Við stjórnuðum leiknum allan tíma og leyfðum þeim ekki að skapa sér færi á meðan við náðum að skapa okkur tvö eða þrjú góð færi. Auðvitað eru hlutir sem við gátum gert betur en það mikilvægasta var að ná í þrjú stig," sagði Arteta.
„Það var erfitt að spila án Bukayo, það mun taka smá tíma að venjast. Ég veit ekki hvort við kaupum nýja leikmenn í janúar, vonandi lendum við ekki í fleiri meiðslum."
Hinn 18 ára Myles Lewis-Skelly spilaði allan leikinn í vinstri bakverði og stóð sig vel.
„Hann er sérstakur karakter, hann er langt á undan sínum aldri og hefur frábæra eiginleika þar sem aðlögunarhæfni hans er gríðarlega mikil. Það er eitt að gera vel á æfingum en annað að vera svona ungur og geta staðið sig í úrvalsdeildinni. Ég er mjög hrifinn af honum."
Arsenal er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.
„Þetta er búið að vera mjög erfitt tímabil fyrir okkur, við höfum verið að glíma við mikil meiðslavandræði og lent oft í því að þurfa að klára leiki einum leikmanni færri útaf rauðu spjladi. Við erum ánægðir að vera í góðri stöðu í deildinni þrátt fyrir allt þetta, en við erum samt ekki þar sem við viljum vera. Við viljum vera í fyrsta sæti."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 17 | 13 | 3 | 1 | 40 | 17 | +23 | 42 |
2 | Arsenal | 18 | 10 | 6 | 2 | 35 | 16 | +19 | 36 |
3 | Chelsea | 18 | 10 | 5 | 3 | 38 | 21 | +17 | 35 |
4 | Nott. Forest | 18 | 10 | 4 | 4 | 24 | 19 | +5 | 34 |
5 | Newcastle | 18 | 8 | 5 | 5 | 30 | 21 | +9 | 29 |
6 | Bournemouth | 18 | 8 | 5 | 5 | 27 | 21 | +6 | 29 |
7 | Man City | 18 | 8 | 4 | 6 | 30 | 26 | +4 | 28 |
8 | Fulham | 18 | 7 | 7 | 4 | 26 | 23 | +3 | 28 |
9 | Aston Villa | 18 | 8 | 4 | 6 | 26 | 29 | -3 | 28 |
10 | Brighton | 18 | 6 | 8 | 4 | 27 | 26 | +1 | 26 |
11 | Brentford | 18 | 7 | 3 | 8 | 32 | 32 | 0 | 24 |
12 | Tottenham | 18 | 7 | 2 | 9 | 39 | 26 | +13 | 23 |
13 | West Ham | 18 | 6 | 5 | 7 | 23 | 30 | -7 | 23 |
14 | Man Utd | 18 | 6 | 4 | 8 | 21 | 24 | -3 | 22 |
15 | Everton | 17 | 3 | 8 | 6 | 15 | 22 | -7 | 17 |
16 | Crystal Palace | 18 | 3 | 8 | 7 | 18 | 26 | -8 | 17 |
17 | Wolves | 18 | 4 | 3 | 11 | 29 | 40 | -11 | 15 |
18 | Leicester | 18 | 3 | 5 | 10 | 22 | 40 | -18 | 14 |
19 | Ipswich Town | 18 | 2 | 6 | 10 | 16 | 33 | -17 | 12 |
20 | Southampton | 18 | 1 | 3 | 14 | 11 | 37 | -26 | 6 |
Athugasemdir