Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 26. desember 2024 18:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Margir misstu af stuttum fréttamannafundi Postecoglou
Mynd: EPA
Ange Postecoglou sat fyrir svörum eftir tap liðsins gegn Nottingham Forest í dag eins og venjulega.

Fundurinn stóð hins vegar aðeins yfir í tvær mínútur og margir fréttamenn misstu af honum eða mættu þegar hann var byrjaður.

Postecoglou sagði að hann hafði búist við því að leikurinn yrði lokaður og því ekki óeðlilegt að liðinu hafi tekist illa að skapa færi.

„Við erum að ætlast til mikils af leikmönnunum. Margir af þeim eru að spila á þriggja daga fresti og það er rökrétt að þeir séu ekki upp á sitt besta en eru að reyna. Það er það eina sem ég bið um," sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner
banner