Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vonar að Brasilíumaðurinn Gabriel Martienlli hjálpi til við að fylla skarð Bukayo Saka sem spilar ekki næstu vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.
Saka missir af mikilvægum leikjum, þar á meðal Norður-Lundúnaslagnum gegn Tottenham þann 15. janúar ásamt fyrri undanúrslitaleiknum gegn Newcastle í bikarnum og FA-bikarleik gegn Manchester United.
Saka missir af mikilvægum leikjum, þar á meðal Norður-Lundúnaslagnum gegn Tottenham þann 15. janúar ásamt fyrri undanúrslitaleiknum gegn Newcastle í bikarnum og FA-bikarleik gegn Manchester United.
Raheem Sterling er einnig á meiðslalistanum og búist við því að Martinelli byrji á hægri kantinum þegar Arsenal fær Ipswich í heimsókn í kvöld.
„Ég held að Gaby geti stigið upp. Ef hann fær áskorun í hendurnar þá vill hann strax takast á við hana. Hann er leikmaður sem elskar ábyrgð og stærra hlutverk. En það þurfa allir leikmenn að taka meiri ábyrgð," segir Arteta.
Gabriel Jesus hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum og þá gæti ungstirnið Ethan Nwaneri, sem er sautján ára, fengið fleiri mínútur.
Athugasemdir