Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mið 25. desember 2024 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Amorim: Mér er sama um jólin
Mynd: EPA
„Þetta er líklega einn allra mesti lágpunktur í sögu félagsins. Við verðum að mæta því og vera sterkir,“ sagði Ruben Amorim, stjóri Manchester United, á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Wolves.

Amorim tók við United í síðasta mánuði en hefur ekki tekist að koma liðinu á skrið.

Liðið hefur aðeins unnið tvo deildarleiki síðan Amorim tók við og nú tapað síðustu tveimur leikjum í deild og bikar.

Á blaðamannafundinum dropaði vatn úr þakinu sem var svolítið lýsandi um það hvernig staðan er hjá United. Mörg vandamál en hvernig er best að leysa þau?

„Ef ég vissi það þá myndi ég leysa öll vandamál félagsins, jafnvel þetta (lekann í þakinu).“

„Ég veit hvað ég ætla að gera. Það er svo skýrt fyrir mér, en ég get ekki sagt að ég sé slakur yfir þessu því ég er rosalega pirraður yfir þessu. Þetta er ótrúlega erfiður kafli, en skref fyrir skref munum við leysa vandamálin og finna svörin við öllu.“

Amorim er staðráðinn í því að vinna leikinn gegn Wolves og er enginn tími til að vera að hugsa um jólin.

„Ég vil bara vinna. Mér er sama um jólin. Ég er bara einbeittur á að ná í sigur í næsta leik. Það er það eina sem mér er annt um.“

„Við njótum þeirra forréttinda að við getum spilað á annan í jólum og gefið stuðningsmönnum einhverja ánægju og viljum ólmir vinna þann leik,“
sagði hann enn fremur.

Man Utd heimsækir Wolves á Molineux á morgun en leikurinn hefst klukkan 16:30.
Athugasemdir
banner
banner