Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   lau 28. desember 2024 16:10
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Genoa hafði betur gegn Empoli - Dramatískur sigur Parma
Parma-menn unnu dramatískan sigur
Parma-menn unnu dramatískan sigur
Mynd: Getty Images
Genoa var að vinna fyrsta leik sinn í tæpan mánuð
Genoa var að vinna fyrsta leik sinn í tæpan mánuð
Mynd: Getty Images
Genoa og Parma eru komin aftur á sigurbraut í Seríu A á Ítalíu.

Parma vann dramatískan 2-1 sigur á Monza. Hernani skoraði fyrra mark Parma í byrjun síðari hálfleiks er Pablo Mari steig á Woyo Coulibaly við enda vítateigsins.

Mari sá sitt annað gula spjald og var rekinn af velli áður en Hernani skoraði úr vítaspyrnunni.

Á 84. mínútu komu þeir Kevin Martins og Pedro Pereira inn á hjá Monza og mínútu síðar lagði Martins upp jöfnunarmarkið fyrir Pereira.

Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af uppbótartímanum skoraði Lautaro Valenti dramatískt sigurmark fyrir Parma með skalla eftir hornspyrnu.

Gríðarlega svekkjandi fyrir botnlið Monza sem er áfram með 10 stig en Parma komið upp í 14. sæti með 18 stig.

Genoa lagði þá Empoli að velli, 2-1. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleiknum en það var Milan Badelj sem kom gestunum á bragðið áður en heimamenn fengu vítaspyrnu nokkrum mínútum síðar.

Sebastiano Esposito fór á punktinn en Nicola Leali sá við honum í markinu með laglegri vörslu. Fjórtán mínútum síðar bætti varamaðurinn Caleb Ekuban við öðru marki Genoa.

Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka bætti Esposito upp fyrir vítaklúðrið með góðu skallamarki en lengra komust Empoli-menn ekki og lokatölur því 2-1, Genoa í vil.

Genoa er í 13. sæti með 19 stig eins og Empoli sem er í sætinu fyrir ofan.

Empoli 1 - 2 Genoa
0-1 Milan Badelj ('46 )
0-1 Sebastiano Esposito ('54 , Misnotað víti)
0-2 Caleb Ekuban ('68 )
1-2 Sebastiano Esposito ('74 )

Parma 2 - 1 Monza
1-0 Hernani ('56 , víti)
1-1 Pedro Pereira ('85 )
2-1 Lautaro Valenti ('90 )
Rautt spjald: Pablo Mari, Monza ('54)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
2 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
3 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
4 Lazio 18 11 2 5 33 25 +8 35
5 Fiorentina 16 9 4 3 29 13 +16 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 17 7 2 8 21 26 -5 23
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 18 4 7 7 17 21 -4 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 18 4 7 7 16 27 -11 19
14 Parma 18 4 6 8 25 34 -9 18
15 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
16 Como 17 3 6 8 18 30 -12 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 18 3 5 10 16 31 -15 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 18 1 7 10 16 25 -9 10
Athugasemdir
banner
banner
banner