Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild kvenna skipt í þrjá riðla - Svona er staðan núna
Haukar eru á toppnum.
Haukar eru á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur hafnaði í öðru sæti.
Völsungur hafnaði í öðru sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það eru tólf umferðir búnar í 2. deild kvenna en núna tekur við nýtt fyrirkomulag sem var sett á laggirnar fyrir yfirstandandi tímabil. Deildinni verður skipt upp í þrjá hluta.

-Félögin sem enda í fimm efstu sætunum í fyrri hluta mótsins leika saman og keppa um tvö laus sæti í Lengjudeild kvenna.
-Félögin í sætum 6-9 leika saman og keppa um sæti 6-9.
-Félögin í sætum 10-13 leika saman og keppa um sæti 10-13.

Félögin taka með sér stigin úr fyrri hluta mótsins, en leikin er tvöföld umferð í seinni hluta mótsins. Félög í sætum 1-5 leika því samtals 20 leiki. Önnur félög leika samtals 18 leiki.

Það verður fróðlegt að sjá hvaða tvö lið fara upp en þessi fimm lið keppa um það:

1. Haukar, 31 stig
2. Völsungur, 29 stig
3. KR, 29 stig
4. Einherji, 23 stig
5. ÍH, 22 stig

Enn á eftir að staðfesta leikdaga á vefsíðu KSÍ en líklegt er að keppni fari aftur af stað helgina eftir verslunarmannahelgi.

6. Fjölnir, 20 stig
7. KH, 16 stig
8. Augnablik, 15 stig
9. Sindri, 11 stig
-----------
10. Dalvík/Reynir, 9 stig
11. Álftanes, 8 stig
12. Vestri, 8 stig
13. Smári, 2 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner