Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 22:31
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Tvær þrennur er Árborg burstaði Kríu - Ýmir aftur á toppinn
Aron Darri Auðunsson skoraði þrennu á sjö mínútum en hann er hér í baráttunni í leiknum gegn Kríu
Aron Darri Auðunsson skoraði þrennu á sjö mínútum en hann er hér í baráttunni í leiknum gegn Kríu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ýmir er kominn aftur á toppinn
Ýmir er kominn aftur á toppinn
Mynd: Ýmir
Aron Darri Auðunsson og Kristinn Ásgeir Þorbergsson skoruðu báðir þrennu er Árborg slátraði Kríu, 9-1, í 4. deild karla í kvöld. Ýmir komst þá aftur á toppinn með því að vinna dramatískan 2-1 sigur á RB.

Árborg fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn gegn Kríu á JÁVERK-vellinum.

Kristinn Ásgeir og Elvar Orri Sigurbjörnsson skoruðu mörkin. Síðari hálfleikurinn fór vel af stað hjá Árborg. Kristinn bætti við öðru marki sínu og þá gerði Aron Darri þrennu á sjö mínútum áður en Elvar Orri bætti við öðru marki sínu.

Eina mark Kríu gerði Birkir Rafnsson úr vítaspyrnu, en Árborg tókst að bæta við tveimur til viðbótar áður en flautað var til leiksloka. Andrés Karl Guðjónsson skoraði á 88. mínútu og fullkomnaði Kristinn þrennu sína undir lok leiks.

Ýmir vann RB, 2-1, með flautumarki undir lokin. Hristo Mladenov kom RB yfir á 19. mínútu. Gabriel Costa jafnaði metin á 59. mínútu leiksins.

Á 88. mínútu fékk Hörður Máni Ásmundsson að líta rauða spjaldið í liði Ýmis, en það stöðvaði ekki þá rauðu. Á þriðju mínútu í uppbótartíma gerði Ásgeir Lúðvíksson sigurmarkið og skaut Ými á toppinn.

Hamar vann þá góðan 3-0 útsigiur á Skallagrími í Borgarnesi. Öll mörk Hamars komu í síðari hálfleiknum, en þau gerðu þeir Rodrigo Depetris, Guido Rancez og Óliver Þorkelsson.

Ýmir er á toppnum með 29 stig, Árborg í 3. sæti með 25 stig, Hamar í 4. sæti með 23 stig, Kría í sjötta sæti með 17 stig og síðan eru Skallagrímur og RB í tveimur neðstu sætunum með 7 stig.

RB 1 - 2 Ýmir
1-0 Hristo Mladenov ('19 )
1-1 Gabriel Delgado Costa ('59 )
1-2 Ásgeir Lúðvíksson ('90 )
Rautt spjald: Hörður Máni Ásmundsson , Ýmir ('88)

Árborg 9 - 1 Kría
1-0 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('23 )
2-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('39 )
3-0 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('46 )
4-0 Aron Darri Auðunsson ('49 )
5-0 Aron Darri Auðunsson ('53 )
6-0 Aron Darri Auðunsson ('56 )
7-0 Elvar Orri Sigurbjörnsson ('59 )
7-1 Birkir Rafnsson ('63 , Mark úr víti)
8-1 Andrés Karl Guðjónsson ('88 )
9-1 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('90 )

Skallagrímur 0 - 3 Hamar
0-1 Rodrigo Leonel Depetris ('49 )
0-2 Guido Rancez ('74 )
0-3 Óliver Þorkelsson ('76 )
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tindastóll 18 13 4 1 48 - 14 +34 43
2.    Ýmir 18 11 4 3 50 - 29 +21 37
3.    Árborg 18 10 5 3 46 - 28 +18 35
4.    Hamar 18 9 3 6 45 - 41 +4 30
5.    KÁ 18 5 7 6 41 - 39 +2 22
6.    KH 18 7 1 10 50 - 52 -2 22
7.    Kría 18 6 3 9 38 - 60 -22 21
8.    KFS 18 5 2 11 45 - 46 -1 17
9.    Skallagrímur 18 5 2 11 34 - 40 -6 17
10.    RB 18 2 3 13 26 - 74 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner