Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 29. júlí 2024 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Atlético gefst upp á Dovbyk - Ætla að fá Sorloth
Atlético ætlar að fá Alexander Sorloth
Atlético ætlar að fá Alexander Sorloth
Mynd: EPA
Atlético Madríd er hætt að eltast við úkraínska sóknarmanninn Artem Dovbyk og hefur nú sett alla einbeitingu á Alexander Sorloth, leikmann Villarreal, en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto.

Dovbyk var efstur á óskalista Atlético eftir að Alvaro Morata fór til AC Milan.

Úkraínumaðurinn skoraði 24 mörk í 36 deildarleikjum með Girona er félagið tryggði sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Fyrir nokkrum dögum útilokaði faðir Dovbyk að sonurinn færi til Atlético. Félagið bauð honum lág laun og valdi því framherjinn að skoða önnur tilboð.

Hann er nú sagður á leið til Roma og hefur Atlético endanlega hætt við að reyna við hann.

Matteo Moretto segir Atlético nú hafa sett norska sóknarmanninn Alexander Sorloth efstan á blað.

Sorloth, sem er 28 ára gamall, skoraði 23 mörk með Villarreal í La Liga á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner