Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 16:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Calafiori til Arsenal (Staðfest)
Mynd: Arsenal
Riccardo Calafiori er genginn í raðir Arsenal. Hann skrifar undir langtímasamning og er kaupverðið um 42 milljónir punda. Bologna fær hluta af því kaupverði en Roma og Basel fá einnig einhvern hluta af þeirri köku.

Calafiori er 22 ára ítalskur varnarmaður sem var í byrjunarliði Ítalíu á EM í sumar. Hann er uppalinn hjá Roma, fór til Basel fyrir þarsíðasta tímabil og lék svo með Bologna á liðnu tímabili.

Hann getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. Hjá Arsenal fær hann treyju númer 33.

Hann var valinn leikmaður mánaðarins í ítölsku A-deildinni í maí.

„Þetta er búin að vera mikið liðsframlag hjá okkur að klára þessi kaup og við bjóðum Riccardo velkominn í fjölskylduna. Hann passar inn í það sem við viljum gera og mun fljótlega vaxa inn í það að vera leikmaður Arsenal. Hann var einn besti leikmaður Serie A á síðasta tímabil og stóð sig vel með Ítalíu á EM. Við erum spenntir að byrja vinna með honum," sagði Edu, sem er yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal, við undirskrift.

„Riccardo er stór persónuleiki og með sérstök gæði sem munu styrkja okkur í þeirri baráttu að vinna stóra titla," sagði stjórinn Mikel Arteta. Calafiori er mættur í hópinn hjá Arsenal og gæti mögulega spilað sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Arsenal mætir Liverpool í æfingaleik.


Athugasemdir
banner
banner