Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
De Gea með óraunhæfar launakröfur og fer því ekki til Genoa
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea mun ekki ganga til liðs við Genoa í þessum glugga, en viðræðurnar duttu upp fyrir vegna óraunhæfra launakrafna.

Á dögunum var greint frá því að Genoa væri í viðræðum um að fá De Gea á frjálsri sölu.

Markvörðurinn hefur verið án félags síðasta árið eftir að hann yfirgaf Manchester United og hefur lítið verið að frétta af hans málum.

Félög um allan heim hafa sýnt því áhuga á að fá hann en alltaf hafa launakröfur leikmannsins staðið í vegi fyrir því að hann snúi aftur á völlinn.

Sky Sports segir að De Gea sé ekki á leið til Genoa á Ítalíu, en félagið sleit viðræðum þar sem það taldi leikmanninn vera með óraunæfar launakröfur.

Genoa hefur því hætt við að fá hann og heldur því leit sinni áfram að nýjum markverði.

De Gea, sem er 33 ára gamall, var með 375 þúsund pund í vikulaun hjá United. Fá félög eru reiðubúin að greiða svipaðan launapakka.

Spánverjinn hefur einnig verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu, en stærstu félögin þar hafa líklega ráð á því að greiða honum þau laun sem hann biður um.
Athugasemdir
banner
banner