Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 22:52
Brynjar Ingi Erluson
Dortmund að fá tvo leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er að ganga frá kaupum á tveimur leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni.

Sky í Þýskalandi segir frá því að Dortmund sé að ná samkomulagi við Brighton um kaup á þýska landsliðsmanninum Pascal Gross fyrir um 10 milljónir evra.

Gross er 33 ára gamall fjölhæfur leikmaður sem er kominn á samningsár, en hann hefur verið einn af bestu mönnum Brighton síðustu ár og var meðal annars valinn leikmaður ársins hjá félaginu eftir síðustu leiktíð en það var í annað sinn sem hann vinnur verðlaunin.

Þá er Dortmund einnig að ganga frá lánssamningi við brasilíska hægri bakvörðinn Yan Couto en hann kemur frá Englandsmeisturum Manchester City.

Couto er 22 ára gamall en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Girona og átti þar stóran þátt í að koma liðinu í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner