Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Fjórir liðsfélagar Kristians látnir æfa með unglinga- og varaliðinu
Owen Wijndal má fara
Owen Wijndal má fara
Mynd: Ajax
Hollenska félagið Ajax hefur tekið ákvörðun um að láta þá Borna Sosa, Benjamin Tahirovic, Silvano Vos og Owen Wijndal æfa með unglinga- og varaliðinu, en þeir eru ekki hluti af framtíðaráætlunum félagsins.

Bosníumaðurinn Tahirovic kom til Ajax frá Roma á síðasta ári en hann var látinn vita fyrir undirbúningstímabilið að hann væri ekki í plönum félagsins.

Það kom greinilega í ljós í æfingaleikjunum en hann var látinn spila í bæði vinstri bakverði og miðverði, þó hann spili aðallega sem varnarsinnaður miðjumaður.

Silviano Vos er annar miðjumaður sem má fara. Samkeppnin er mikil á miðsvæði Ajax og hefur hann einnig verið sendur í unglinga- og varaliðið.

Vinstri bakverðirnir Sosa og Wijndal þurfa einnig að æfa með unglingunum. Ajax vill losa Wijndal af launaskrá, en hann er með launahæstu leikmönnum félagsins.

Francesco Farioli, þjálfari Ajax, hefur kosið að nota þá Youri Baas og Jarrel Hato í vinstri bakverðinum á komandi tímabili og því lítið pláss fyrir Sosa.

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson er á mála hjá Ajax og í plönum þjálfarans. Hann var einn af ljósu punktum liðsins á síðustu leiktíð, með tíu mörk og þrjár stoðsendingar, er Ajax hafnaði í 5. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner